VALMYND ×

Fréttir

Vikan 25.febrúar - 1.mars

Örugglega lengsti plastpoki í heimi.
Örugglega lengsti plastpoki í heimi.
1 af 3

Þessi vika hefur verið mjög skemmtileg hjá okkur, eins og raunar flestar vikur.  Við höfum rætt niðurstöður nemendaþings með nemendum og þeir hafa margar góðar tillögur um skólastarfið eins og búast mátti við.  Elstu nemendur mega núna vera inni í seinni frímínútum og dans verður valkvæður næstu fjórar vikurnar.  Þetta mun smá koma inn hjá okkur eftir því sem lausnir finnast en mestu máli skiptir að nemendur finna að þeir hafa rödd og geta haft áhrif á skólastarfið. Annað sem við ræddum var hugmyndin um símalausan dag. Nemendur á unglingastigi tóku henni mjög vel, enda hafa þeir allir ipad til að vinna skólaverkefni svo við erum ekki að tala um minni notkun á tækni í námi.  Niðurstaðan úr þeim samræðum var að byrja með að prófa einn símalausan dag í viku og varð miðvikudagur fyrir valinu. 

Nemendur á yngsta stigi gerðu náttúrufræðitilraun með lengsta plastpoka í heimi, það var mikil gleði eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Hápunktur vikunnar var svo foreldrafundurinn á þriðjudaginn.  Við í skólanum erum sérstaklega þakklát fyrir góða mætingu og þátttöku í samræðunum um hvernig við getum saman skapað börnunum okkar sem best námssamfélag, það er ljóst að foreldrasamfélagið hér á Suðureyri lætur sér annt um skólann sinn.  Ég er búin að taka saman niðurstöðurnar og mun senda þær í mentorpósti á ykkur svo þið getið líka skoðað þær  Mig langar að athuga hvort ég get sameinað eitthvað til að koma niðurstöðum hvors hluta fyrir á einu blaði.  Það kemur í ljós síðar.  Niðurstöðurnar verða þýddar á pólsku og tælensku.

Að lokum minni ég svo á að í næstu viku eru aðeins tveir skóladagar hjá nemendum, mánudagur og þriðjudagur.  Á miðvikudag er starfsdagur og á fimmtudag og föstudag er vetrarfrí. Og allra síðast að það má svara skólapúlsinum fram á mánudag.

Kveðja

Jóna

Matseðill 25.febrúar - 1.mars

Mánudagur

Ofnbakaðar kartöflur og gulrætur, grænmetisbuff, salat, sósa, ávextir

Þriðjudagur

Fískur í raspi, soðnar kartöflur, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur

Kjuklingaleggir, hrisgrjón, salat, sósa. ávextir

Fimmtudagur

Slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti (gulrætur og rófur), ávextir

Föstudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, rúgbrauð, gúrkur, ávextir

 

Mjólk og vatn eru alltaf í bóði

 

Fréttir af starfi skólans vikuna 18.-22.febrúar

Þessi vika hefur nánast alveg eins og mynd flestra af hefðbundu skólastarfi er, en það er algjör nýlunda því oftast eru allskonar verkefni á dagskrá hjá okkur sem voru ekki hluti af skólastarfi síðustu aldar.  Við vorum enn að vinna með tillögur nemenda frá nemendaþinginu og nú hafa starfsmenn rætt þær ábendingar sem þar komu og við erum sammála um að reyna að koma eins miklu og hægt af þeim í verk.  Við höfum einnig farið yfir tillögurnar með nemendum og fengið nánari útskýringar á sumu og rætt um hvernig við getum hrint öðru í framkvæmd.  Fyrsta stóra breytingin er að nú þurfa nemendur á unglingastigi ekki að fara út í seinni frímínútum, þeir mega vera inni og situr skólastjóri með þeim þessar mínútur. 

Þeir foreldrar sem enn eiga eftir að svara könnun Skólapúlsins eru beðnir um að bregðast við sem fyrst, þið voruð að fá kóðann ykkar sendan að nýju.  Ef ekki næst 80% svörun fær skólinn ekki niðurstöðurnar.

Stóra málið í næstu viku verður skilgreiningarfundur með ykkur ágætu foreldrar.  Samkvæmt lögum eigum við að bera sameiginlega ábyrgð á menntun og uppeldi barnanna og til að við getum sinnt því almennilega þurfum við að vera klár á hlutverkum hvers annars.  Nemendur fengu fundarboð fyrir ykkur með sér heim í dag (á íslensku, pólsku og tælensku) en til öryggis set ég það líka hér með.

Kveðja

Jóna

Hlutverk foreldra og skóla í menntun og uppeldi

Samkvæmt grunnskólalögum bera foreldrar og skóli sameiginlega ábyrgð á menntun barna.  Þar eru ólík hlutverk þessara aðila samt ekki skýrð nánar.  Það er okkur mjög mikilvægt að eiga gott samstarf við ykkur foreldra og til að samstarfið gangi sem best teljum við nauðsynlegt að skilgreina hlutverk hvors hóps fyrir sig.

Við boðum ykkur því til vinnufundar í skólanum þriðjudaginn 26.febrúar kl.17:00 – 19:30 (að hámarki, ef okkur gengur vel, verðum við búin fyrr).  Á fundinum verður túlkað bæði á pólsku og tælensku.  Við munum bjóða upp á hressingu fyrir fundargesti.  Það er mikilvægt að allir nemendur eigi fulltrúa á fundinum því þetta snýst um hvernig við ætlum að standa saman að því ala börnin okkar upp og skapa þeim eins gott umhverfi og hægt er.

 

Udzial rodzicow i szkoly w edukacji i wychowaniu.

Zgodnie z zalozeniami szkolnictwa podstawowego  rodzice i szkola biora odpowiedzialnosc za edukacje dzieci. Na tych dwoch podmiotach spoczywaja roznorakie zobowiozania  lecz nie sa one wytlumaczone szczegolowo. Dla nas, pedagogow jest  bardzo wazne,zeby utrzymywac dobra wspolprace z rodzicami i zeby ta wspolpraca brzebiegala jak najlepiej .Uwazamy, ze bardzo wazne jest aby przedstawic zobowiazania tych dwoch grup odrebnie.

Zapraszamy Panstwa na zebranie w szkole we wtorek 26.lutego w godzinach od 17:00-19:30 (jest to maximum, jezeli pojdzie nam dobrze to skonczymy wczesniej). Na tym zebraniu beda tlumacze jezyka polskiego jak i tajlandzkiego. Uczestnikom zebrania beda podane lekkie przekaski. Wazne jest zeby wszyscy uczniowie mieli swojego przedstawiciela na tym zebraniu gdyz jest to zwiazane z nasza dalsza wspolpraca dotyczca wychowania naszych dzieci i tworzenia dla nich jak najlepszego otoczenie jakie jest tylko mozliwe.

 

หน้าที่ของผู้ปกครองและโรงเรียนในด้านการศึกษาและการอบรม

ตามกฎโรงเรียนภาคบังคับ ผู้ปกครองกับโรงเรียนมีความรับผิดชอบร่วมกันกับการศึกษาของเด็ก ภารกิจบางอย่างมีความแตกต่างกันยังไม่ได้อธิบายอย่างละเอียด เป็นสิ่งที่สำคัญมากที่ทางโรงเรียนจะต้องร่วมมือกับผู้ปกครอง และเพื่อให้การทำงานร่วมกันเป็นไปอย่างดีที่สุด เราจำเป็นต้องอธิบายหน้าที่ของแต่ละกลุ่มเป็นรายบุคคล

ทางโรงเรียนขอร้องผู้ปกครองทุกท่าน เข้าร่วมประชุมที่โรงเรียนในวันอังคารที่ 26 กุมภาพันธ์ kl.17:00 – 19:30 (ถ้าคนส่วนมากให้ความร่วมมือเราจะทำให้เสร่จเร็วกว่านี้) การประชุมครั้งนี้จะมีการอธิบายภาษาทั้งภาษาโปแลนด์และภาษาไทย เราจะมีเครื่องดื่มสำหรับทุกท่านที่มาประชุม มันเป็นสิ่งสำคัญที่นักเรียนทุกคนมีตัวแทนในที่ประชุม เพราะเป็นเรื่องเกี่ยวกับ การที่เราจะทำงานร่วมกันเพื่อยกระดับเด็กของเรา และสร้างสภาพแวดล้อมให้ดีที่สุดเท่าที่จะทำได้

 

The role of parents and schools in education and upbringing children in Iceland

According to the Compulsory School laws, parents and schools bear joint responsibility for children's education. Different roles of these parties are still not explained in detail in the law. It is very important for us to have a good relationship with you parents and to ensure that the co-operation is as good as possible, we consider it necessary to define the role of each group, parents and school.

We therefore invite you to a workshop at the school on Tuesday 26 February at 17:00 - 19:30 (maximum, if we do well, we will be done earlier). The meeting will be interpreted both in Polish and Thai. We will provide refreshments for meeting guests. It is important that all students have a representative at the meeting because this is about how we will work together to raise our children and create them as good environment as possible.

 

Matseðill 18-22.febrúar

Mánudagur

Lambasnitzel, kuskus, salat, ávextir

Þriðjudagur

Nudlúr með grænmeti og kjuklingakjöti, salat, ávextir

Miðvikudagur

Fiskur í kornflakes, kartöflur, ofnbakaðar grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Kjöt í súrsæata sósu, hrisgrjón, salat, ávextir

Föstudagur

Fiskréttur, kartöflur, grænmetisalat, ávextir

 

Fréttir vikunnar 11.-15.febrúar

Tillögum forgangaraðað í hópi.
Tillögum forgangaraðað í hópi.
1 af 9

Þessa viku hefur verið mikil áhersla á lýðræðiskennslu hjá okkur.  Á þriðjudag og miðvikudag vorum við með nemendaþing með þjóðfundarsniði þar sem nemendur unnu saman í hópum og fjölluðu um hvernig þeir vildu helst hafa skólann, hvað kennarar, þeir sjálfir og foreldrar gætu gert til að skólagangan yrði þeim sem farsælust.  Þetta var alveg frábær vinna og allir tóku henni alvarlega og lögðu sig fram.  Eftir að allir hópar höfðu lokið við spurningavinnunna kynntu þeir niðurstöður sínar hver fyrir öðrum.  Að því loknu voru tillögur allra teknar saman í eitt skjal og svo fékk hver nemandi tvö atkvæði fyrir hverja spurningu sem þeir notuðu til að forgangsraða tillögunum.  Sú atkvæðagreiðsla tók einnig talsverðan tíma því nemendur vönduðu sig mjög og lauk henni ekki fyrr en í dag. Nú liggur fyrir hjá okkur í skólanum að vinna með þessar tillögur og sjá hverju af þeim við getum hrint í framkvæmd.  Einnig munum við vinna áfram með nemendum til að hjálpa þeim að koma í framkvæmd því sem þeir sögðust geta gert og væri líklegt til að gera skólagönguna árhifaríkari og betri.  Þessi vinna er tímafrek en við erum sannfærð um að hún sé líka áhrifarík um leið og hún kennir nemendum að starfa saman í lýðræði.  Tvær spurninganna voru um hvað foreldrar geta gert, annars vegar til að hjálpa nemendum með námsárangur og hins vegar með líðan.  Við munum ekki vinna frekar með það heldur senda ykkur þær tillögur sem mest fylgi fengu.  Hafa verður í huga að allar tillögurnar eru með orðalagi barna og því þarf kannski stundum að spyrja hvað þau eru í raun og veru að meina með orðum sínum.  Varðandi tillögur þeirra að því sem foreldrar gætu gert til að auðvelda nemendum að ná góðum námsárangri má geta þess að flestir nemendur sögðu að það myndi hjálpa þeim ef ,,foreldrar gefast ekki upp þó að það gangi ekki vel að læra" og ef foreldrar ,,gefa börnunum frið til að læra".  Við spurningunum um líðan völdu flestir tillöguna ,,að gefa bönrum knús eftir skólann" sem mikilvægasta.  Þetta eru þeirra orð og það er örugglega áhugavert að spjalla betur saman um þetta heima.  Niðurstöður úr öðrum þáttum verða svo birtar eftir að við erum búin að fara yfir þær með starfsfólki skólans og nemendaráði.  

Nú í náttúrufræði fengu nemendur að taka sundur gamlar tölvur og skoða innvolsið og þar kom margt skemmtilegt í ljós.  Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum fannst krökkunum þetta mjög spennandi og einbeitingin var í hámarki.

Svo er það ,,orð vikunnar" sem er leikur sem við höfum verið með undanfarnar fimm vikur.  Sett hefur verið upp á töflu orð sem við teljum líklegt að geti valdið nemendum heilabrotum og þeir hvattir til að skila tillögu að því hvað orðið þýðir.  Orðin sem við vorum með voru dægrastytting, strembinn, rotinpúrrulegur, kraðak og hundslappadrífa.  Þetta verkefni var fyrst og fremst hugsað til að hvetja nemendur til að hugsa um hvernig orð eru búin til og hvað þau geta þýtt.  Þess vegna voru gefin 3 stig fyrir rétt svar, 2 stig fyrir að giska og 1 stig fyrir að googla svarið, þannig að góð þátttaka skipti miklu máli.  Í dag voru svo úrslit kynnt og það var hann Kasper Tyszkiewicz sem var með flest stig.  Í næstu umferð verða orðin líka kynnt á facebook síðu skólans svo þið getið rætt um þau heima.

Að lokum minni ég svo enn og aftur á að þriðjudaginn 26.febrúar óskum við eftir því að þið, ágætu foreldrar, komið í vinnu með okkur þar sem við vinnum með þjóðfundarsniði að því að finna út hvernig við í sameiningu getum gert skólann eins góðan og við getum fyrir börnin okkar og þar með samfélagið.

Matseðill 11-15. febrúar

Mánudagur

Fiskur í raspi, soðnar kartöflur, salat, remulaði, ávextir

Þriðjudagur

Grjónagrautur, slátur, brauð með osti, paprika, ávextir

Miðvikudagur

Pizza með skinku og pepperoni, ávextir

Fimmtudagur

Sóðinn fiskur, soðnar kartöflur, gulrætur, rúgbrauð, ávextir

Föstudagur

Hakk og spaghetti, salat, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Vikan 4.-8.febrúar

Tíminn flýgur áfram þegar það er gaman og það má með sanni segja að gildi um okkur sem störfum í skólanum, vorið verður komið áður en við vitum af.  Nemendur eru oftast nær sjálfum sér og foreldrum sínum til sóma þó að auðvitað þurfi stundum að segja þeim til.  Við höfum verið að leggja aukna áherslu á að kenna nemendum að eiga í góðum samskiptum sín á milli og vera uppbyggilegir við samnemendur.  Þetta  er eilífðarverkefni því á þessu sviði getur maður alltaf bætt sig. 

Þriðjudaginn 12.febrúar ætlum við að halda nemendaþing með þjóðfundarsniði fyrir alla nemendur skólans.  Þar munu nemendur fjalla um hvað þeir sjá fyrir sér að hægt sé að gera til að skólastarfið verði eins árangursríkt og hægt er.  Vonandi getum við kynnt niðurstöður þess í næstu viku.  Þriðjudaginn 26 febrúar er svo komið að ykkur kæru foreldrar, að segja ykkar skoðun á því hvernig við getum, saman, skapað sem best námsskilyrði fyrir börnin hér á Suðureyri.  Þið fáið nánari upplýsingar um það í næstu viku en tímasetninging verður frá kl.17:00 - 20:00.

Foreldraviðtöl verða á mánudag og þriðjudag og miðar fóru heim með nemendum í dag.

Undanfarið hefur verið mikið fjallað um dreka á yngsta stigi og hér fylgir í lokin stutt myndaband af nemendum að syngja drekalagið sem tilheyrði þessari vinnu.

https://www.youtube.com/watch?v=03OY3Hj0DFI

 

Matseðill 4-8. febrúar

Manudagur

Kjuklinga og spaghettisúpa, brauð með eggi og kæafu, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, soðnar gulrætur, gúrka, rugbrauð, ávextir

Miðvikudagur

Hakkabuff (úr nautahakki), kartöflumús, brún sósa, salat (paprika, tómatar, gúrka), ávextir

Fimmtudagur

Islensk kjötsúpa (lambakjöt, gulrætur, rófur), ávextir

Föstudagur

Karrí fiskur, hrisgrjón, salat, ávextir

 

Vikan 28.janúar-1.febrúar

1 af 3

Það hefur verið góður vinnufriður hjá okkur alla þessa viku. Nemendur eru almennt duglegir og leggja sig fram um að gera sitt besta.  Við höfum verið að vinna með ,,orð vikunnar“ undanfarnar vikur sem felst í því að við setjum upp orð sem ekki er öllum tamt og óskum eftir tillögum að merkingu þess.  Það má nota hjálpargögn en fyrir það fær maður færri stig.  Í þessari viku vorum við með orðið ,,rotinpúrrulegur“ og fengum nokkrar skemmtilegar skýringar og einn nemandi var með það rétt.  Í næstu viku fer orðið ,,kraðak“ á töfluna hjá okkur og ef þið viljið leggja börnunum ykkar lið með það er það alveg sjálfsagt.  Það að leika sér með orð er mikilvægur þáttur í að byggja upp tilfinningu fyrir málinu, hvernig orð verða til og hvað þau þýða.

Hann Óskar sem hefur verið að kenna íþróttir hjá okkur hefur sagt upp störfum og vill fá að hætta sem fyrst.  Við höfum verið að leita að kennara til að fylla í hans skarð og vonandi leysist það í næstu viku.

Við höfum ákveðið að fresta foreldraviðtölum um eina viku enn og verða þau mánudaginn 11. og þriðjudaginn 12. febrúar.  Við vonumst til að sem flestir geti mætt þá.  Ef Ása verður ekki komin til vinnu geymum við foreldrafundi á yngsta stigi aðeins.

Ég minni svo aftur á samtalsfundinn sem við stefnum á að halda þriðjudaginn 26.febrúar frá klukkan 17:00 – 20:00.  Það er ákaflega mikilvægt að við sköpum okkur sameiginlegan skilning á hlutverkum hvers og eins í skólasamfélagin og á svona samræðufundum skapast góður grundvöllur til þess.

Ég vil líka minna ykkur á miðana með mjólkuráskriftinni, þeim þarf að skila til baka á mánudaginn.  Ef einhvern vantar miða er hægt að prenta þá út af heimasíðunni (sjá síðustu frétt).

Ég læt fylgja hér með nokkrar myndir frá síðustu kennslustund þessarar viku.  Unglingarnir buðu öllum með í skotbolta. Eins og sjá má var mikill ákafi í krökkunum og það var virkilega skemmtilegt að ljúka vikunni með þessum hætti.

Mjólkuráskrift fyrir vorönn

Ágætu forráðamenn nemenda Grunnskóla Suðureyrar

Á morgun koma nemendur heinm með blað vegna mjólkuráskriftar fyrir vorönnina.  Þar sem töskupóstur skilar sér ekki alltaf heim set ég þessar upplýsingar líka hér. 

 

Mjólkuráskrift á vorönn 2019

Boðið er upp á áskrift að mjólk til að drekka í nestistíma. Hægt er að velja að fá mjólk 4 eða 5 daga í viku.  Á vorönn er starfstími nemenda um það bil 18 vikur og viðmiðunarverð á mjólkurglasi er 30 krónur.  Við höfum nú hætt að innheimta mjólkurgjaldið sjálf og framvegis mun það verða innheimt af Ísafjarðarbæ, reikningur mun koma í heimabanka foreldra.

Vinsamlegast skráið og skilið í síðasta lagi mánudaginn  4.febrúar 2019.

 

Nafn nemanda _______________________________________________        

(   ) 4 dagar í viku 2200 fyrir önnina             (   ) 5 dagar í viku 2700 fyrir önnina

 

Nafn greiðanda/foreldis _____________________________________

Kennitala greiðanda ________________________________________

 

Kveðja

Jóna