Vikan 12.-16.nóvember
Að lokinni þessari viku er það helst að frétta hjá okkkur að fjölmennur foreldrafundur var haldinn á þriðjudaginn. Þar voru samþykktar nýjar reglur fyrir foreldrafélagið svo hægt sé að sækja um kennitölu fyrir það og ný stjórn var kjörin til tveggja ára. Formaður er Elísabet Jónasdóttir, gjaldkeri Ólöf Birna Jensen og ritari Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir. Varamenn eru Svala Sigríður Jónsdóttir, Kristrún Linda Jónasdóttir og Lilja Einarsdóttir.
Unglingarnir stóðu einnig fyrir spilakvöldi á þriðjudaginn og var þar mikið fjör og gleði.
Við fengum nýjar niðurstöður úr Skólapúlsinum sem sýna að almennt líður nemendum vel í skólanum.
Og síðast en ekki síst var svo Lestrarhátíð hjá okkur í dag í tilefni af Degi íslenskar tungu. Nemendur og kennarar höfðu undirbúið dagskrá sem var flutt tvisvar sinnum og svo bauð unglingastigið gestum í kaffi og vöfflur. Markmið þessarar dagskrár var margþætt, í fyrsta lagi að hvetja nemendur til að æfa upplestur og söng, í öðru lagi að bjóða bæjarbúa velkomna í skólann og í þriðja lagi langar okkur að börnin sjái að lestur er ekki bara fyrir skólabörn. Í þeim tilgangi höfum við sett upp stundatöflu í anddyri skólans og bjóðum gestum að skrifa sig á tíma og koma og lesa fyrir krakkana, til dæmis upphaldssögu frá því að þeir voru litlir, ljóð eða eitthvað annað. Það má að sjálfsögðu lesa á hvaða tungumáli sem er.
Það er mikilvægt fyrir nemendur að fá áheyrendur þegar þeir hafa undirbúið dagskrá og við erum himinlifandi með móttökunar sem þessi viðburður fékk hjá bæjarbúum og teljum að við höfum fengið um 50 gesti.
Takk fyrir komuna.