VALMYND ×

Fréttir

Samræmdum könnunarprófum lokið

1 af 3

Samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. Bekk er nú lokið. Þetta var í fyrsta sinn sem prófin eru höfð rafræn og gekk það einkar vel.

Það voru nokkuð stressaðir en spenntir 7. bekkingar og öllu rólegri 4. bekkingar sem þreyttu samræmd könnunar próf síðustu tvær vikurnar. Í fyrsta sinn voru prófin rafræn og gekk fyrirlögnin mjög vel. Þetta er spennandi kostur til framtíðar og býður upp á það að prófin verði einstaklingsmiðaðri og mæli betur hvar nemandinn stendur. Næstu samræmdu könnunarpróf eru síðan í mars hjá 9. og 10. bekk. Við hlökkum til að vinna áfram með þetta kerfi og fylgjast með því vaxa og dafna.

Á varðbergi fyrir lúsinni

1 af 2

Við biðjum foreldra um að halda áfram að skoða og kemba. Við viljum öll klára þetta ævintýri og halda á vit nýra lúslausra tíma. Það er mikilvægt að allir séu á varðbergi fram í næstu viku. Ef engin ný tilfelli koma upp á næstu dögum, þá ættum við að heita lúslaus á miðvikudaginn.

Skólanum barst Nit frá foreldri sem nemendur fengu að skoða og hægt er að sjá á meðfylgjandi myndum. Við viljum auðvitað fá að skoða lús líka en verðum ekkert sár þó það finnist engar.

Stuttmyndagerð

Eitt af valfögum haustsins fyrir efsta stig var stuttmyndagerð. Fyrsta verkefni hópsins var að gera auglýsingu, og var hópnum skipt í tvennt. Annar hópurinn gerði auglýsingu fyrir sundlaugina, sem má sjá hér.

 Hinn hópurinn gerði auglýsingu fyrir búðina sem má sjá hér.

 Unglingarnir þurftu að sjá sjálf um að semja handrit, taka upp, klippa og setja inn tónlist og/eða önnur hljóð. Afraksturinn er glæsilegur eins og má sjá, og verður áhugavert að sjá hvert næsta verkefni, sem er stuttmynd, leiðir hópinn.

Heimsókn á Tjarnarbæ

Í dag var farið í heimsókn á leikskólann Tjarnarbæ. Þetta er liður í auknu samstafi milli skóla og leikskóla. Elsti hópur á leikskóla var að vinna með nemendum í ýmsum verkefnum tengdum stafaþekkingu. Þetta var mjög gaman og þau voru öll mjög áhugasöm.

Allir í stuði

Við stóru krakkarnir í 8. - 10. bekk  erum af eldmóði og ákafa að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til lausnar orku- og megnunarvanda heimsins. Því erum við nú að nema rafmagnsfræði til hlítar og að leita leiða til koma fram með orkukubb sem gæti leyst af hólmi eiturspúandi og sjónmengandi raforkumannvirki heimsins.

   Þar sem við gistum þann stað á Jörðinni hvar elsta berg Íslands er að finna  [eldfjallaeyjan mikla, 18. milljón ára] þá  hefur okkur dottið i hug að hér gæti verið að finna mikla orku. Ætlunin er að kanna hvernig hægt er að beisla þessa orku og koma henni til almennings og fyrirtækja.

   Þeirri hugmynd hefur verið skotið fram að hægt væri að vinna úr berginu hentugar einingar sem annað hvort gæfu sjálfar frá sér orku eða að hægt væri að fylla orku/rafmagni.

   Þessi vinna er enn á frumstigi en byrjunin lofar góðu og allar góðar ábendingar um framhaldið eru vel þegnar. Vinnuheiti verkefnisins er Sugberg.

Heimilisfræði

1 af 4

Þessir flottu og duglegu krakkar voru í heimilisfræði áðan. Þar gerðu þau þennan glæsilega grænmetisbakka. Einnig voru búnar til hollar sósur fyrir grænmetið. Þau fengu síðan að borða grænmetið og sósurnar. Þeim fannst þetta mjög gott.

Listavali unglingastigsins lokið

1 af 2

Nú eru lok á haustvali nemenda unglingastigsins.   Góður hópur nemenda sem kusu listir unnu að þessari lágmynd af Suðureyri.  Þau vörpuðu mynd af Suðureyri sem var tekin frá Langodda, upp á nokkuð stóra krossviðsplötu.  Síðan drógu þau útlínur myndarinnar á plötuna.  Að svo búnu platan platan  söguð niður í 9 hluta og skiptu nemendur með sér hlutunum.  Nemendurnir bjuggu svo til pappamassa úr dagblaði og gæddu myndina þrívídd með honum  þannig að úr varð lágmynd af Suðureyri. Þau máluðu svo myndina sem síðan var sett saman, m.a. með hjálp Jóhannesar Aðalbjörnssonar sem ræður ríkjum í smíðastofunni. Veruleg ánægja er með myndina meðal þeirra sem að komu.

Samræmd könnunarpróf í 7. bekk

Samræmd könnunarpróf verða lögð fyrir nemendur í 7. bekk. Prófið í íslensku er 22. september og í stærðfræði 23. september. Nemendur mæta kl 08:00 eins og venjulega. Prófin hefjast svo kl 09:00.

Mikilvægt er að vera vel sofinn og fá sér góðan morgunmat fyrir prófin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn til að kíkja aftur á æfingarprófin hér.

Við minnum einnig foreldra og forráðamenn á samræmd könnunarpróf í 4. bekk í næstu viku. 29. og 30 september.

HSV íþróttaskólinn

Íþróttaskóli HSV hefur nú göngu sína á Suðureyri og vonumst við til að sjá sem flest börn hjá okkur í vetur. Æfingar muna vera með fjölbreyttu sniði þar sem Stefnir heldur úti æfingum á þriðjudögum og boltagreinar verða á dagskrá á fimmtudögum.
Þriðjudaginn 20.september er fyrsta æfing vetrarins og mun Ástórs Valsdóttir vera með sundæfingar næstu fjórar vikurnar. Æfingin er kl.16:30-17:15 og mikilvægt að vera mætt tímanlega.
Nánari upplýsingar berast á næstu dögum þar sem við erum að slípa til tímasetningar þar sem margir góðir aðilar koma að þessu með okkur.
 
Kveðja,  Salome.

Matseðill 19-23 september

Mánudagur 19.sept

Grænmetisúpa, brauð og ávextir

Þriðjudagur 20.sept

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa og salat, ávextir

Miðvikudagur 21.sept

Kjötbollur (úr grisahakki), kartöflur, grænmetisósa og salat, ávextir

Fimmtudagur 22.sept

Kjuklingabringa í rjómasósu, pasta og grænmeti, ávextir

Föstudagur 23.sept

Fiskur í karrí, hrisgrjón, salat, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU