Fréttir
Allir í stuði
Við stóru krakkarnir í 8. - 10. bekk erum af eldmóði og ákafa að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til lausnar orku- og megnunarvanda heimsins. Því erum við nú að nema rafmagnsfræði til hlítar og að leita leiða til koma fram með orkukubb sem gæti leyst af hólmi eiturspúandi og sjónmengandi raforkumannvirki heimsins.
Þar sem við gistum þann stað á Jörðinni hvar elsta berg Íslands er að finna [eldfjallaeyjan mikla, 18. milljón ára] þá hefur okkur dottið i hug að hér gæti verið að finna mikla orku. Ætlunin er að kanna hvernig hægt er að beisla þessa orku og koma henni til almennings og fyrirtækja.
Þeirri hugmynd hefur verið skotið fram að hægt væri að vinna úr berginu hentugar einingar sem annað hvort gæfu sjálfar frá sér orku eða að hægt væri að fylla orku/rafmagni.
Þessi vinna er enn á frumstigi en byrjunin lofar góðu og allar góðar ábendingar um framhaldið eru vel þegnar. Vinnuheiti verkefnisins er Sugberg.
Heimilisfræði
Listavali unglingastigsins lokið
Nú eru lok á haustvali nemenda unglingastigsins. Góður hópur nemenda sem kusu listir unnu að þessari lágmynd af Suðureyri. Þau vörpuðu mynd af Suðureyri sem var tekin frá Langodda, upp á nokkuð stóra krossviðsplötu. Síðan drógu þau útlínur myndarinnar á plötuna. Að svo búnu platan platan söguð niður í 9 hluta og skiptu nemendur með sér hlutunum. Nemendurnir bjuggu svo til pappamassa úr dagblaði og gæddu myndina þrívídd með honum þannig að úr varð lágmynd af Suðureyri. Þau máluðu svo myndina sem síðan var sett saman, m.a. með hjálp Jóhannesar Aðalbjörnssonar sem ræður ríkjum í smíðastofunni. Veruleg ánægja er með myndina meðal þeirra sem að komu.
Samræmd könnunarpróf í 7. bekk
Samræmd könnunarpróf verða lögð fyrir nemendur í 7. bekk. Prófið í íslensku er 22. september og í stærðfræði 23. september. Nemendur mæta kl 08:00 eins og venjulega. Prófin hefjast svo kl 09:00.
Mikilvægt er að vera vel sofinn og fá sér góðan morgunmat fyrir prófin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn til að kíkja aftur á æfingarprófin hér.
Við minnum einnig foreldra og forráðamenn á samræmd könnunarpróf í 4. bekk í næstu viku. 29. og 30 september.
HSV íþróttaskólinn
Matseðill 19-23 september
Mánudagur 19.sept
Grænmetisúpa, brauð og ávextir
Þriðjudagur 20.sept
Fiskur í raspi, kartöflur, sósa og salat, ávextir
Miðvikudagur 21.sept
Kjötbollur (úr grisahakki), kartöflur, grænmetisósa og salat, ávextir
Fimmtudagur 22.sept
Kjuklingabringa í rjómasósu, pasta og grænmeti, ávextir
Föstudagur 23.sept
Fiskur í karrí, hrisgrjón, salat, ávextir
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU
Þorgrímur Þráins á Þingeyri
Nemendur í mið og eldri hóp fóru á Þingeyri með viðkomu á Flateyri þar sem við tókum með okkur nemendur þaðan.
Á Þingeyri fóru nemendur skólanna í leiki og unnu verkefni ásamt því að fara á fyrirlestra hjá Þorgrími Þráins. Eldri hópur fór á fyrirlestur um að taka ábyrgð á eigin lífi ,,Verum ástfangin af lífinu". Mið hópur fékk að heyra um landsliðið og hvað gekk á á EM í Frakklandi. Einnig kynnti Þorgrímur fyrir þeim nýja bók ,,Henri og hetjurnar". Hann fór yfir hvernig hann hugsar sögu, býr til söguþráð og gerir sögur spennandi.
Við þökkum Þorgrími fyrir frábæra fyrirlestra og Flateyringum og Þingeyringum fyrir góða samveru.
Norræna skólahlaupið
Á miðvikudag tóku nemendur þátt í Norræna skólahlaupinu líkt og í fyrra. Veðrið var gott og nemendur staðráðnir í að gera betur en í fyrra. Metið frá því í fyrra var 6,96 km að meðaltali, þegar 42 af 47 nemendum tóku þátt. Í ár tóku allir 43 nemendur þátt og hlupu þau 300 km saman eða 6,98 km að meðaltali. Þeir allra hörðustu hlupu 12,5 km en langflestir hlupu 5 eða 7,5 km. Frábær árangur annað árið í röð hjá áhugasömum og duglegum nemendum.
Í dag lýkur svo átakinu göngum í skólann. Það ber að hrósa þessum duglegu krökkum, sem hafa hlaupið, hjólað og gengið mikið í vikunni.
Skoðið myndir frá hlaupinu hér.