VALMYND ×

Fréttir

Nemendur í 1. bekk fá bókagjöf

Í dag fara nemendur í 1. bekk heim með blað sem þeir geta skilað inn á bókasafninu á Ísafirði og fengið bókina Nesti og nýir skór. Það eru félagssamtökin IBBY sem gefa öllum sex ára börnum á Íslandi bækurnar. Með gjöfinni vilja þau stuðla að lestrarmenningu barna.

Við þökkum IBBY kærlega fyrir gjöfina og hvetjum foreldra til að fara með börnin sín á bókasafnið, fá þessa bók og eyða jafnvel smá gæðatíma með þeim í að skoða og kynnast bókasafninu.

Bíókvöld

Í gær var bíókvöld í skólanum. Gaman var að sjá hversu margir mættu og skemmtu sér vel. Að lokum fengu allir sleikjó og prins póló. :)

Rithöfundar í heimsókn

Í gær komu þeir Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson í heimsókn til okkar. Þeir spjölluðu við nemendur og rifjuðu upp gamla tíma auk þess sem þeir lásu upp úr bók þeirra félaga Bíldudals bingó. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir komuna.

Matseðill 29.ágúst - 2.september

Mánudaginn 29.ágúst

Grjónagrautur, brauð og álegg, kanillsykur, rúsinur, slátur

Þriðjudaginn 30.ágúst

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, smjörvi, tómatsósa

Miðvikudaginn 31.ágúst

Lambagulash með rósakál og lauk, ofnbakaðar kartöflur og gulrætur, salat (salat, tómatar, gúrkur, paprika)

 

Fimmtudagur 1.september

Pasta með túnfisk og lax, salat

Föstudagur 2.september

Grænmetisbuff, sætar kartöflufranskar, grænmeti, sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

 

Fyrsti tælensku tíminn

Á síðasta skóalári byrjuðum við með móðurmálskennslu í pólsku í samstarfi við Rætur. Á þessu skólaári höldum við ótrauð áfram með pólskuna og bætum við okkur tælensku með dyggum styrk frá Klofning. Við erum afar stolt af því að geta boðið öllum nemendum upp á móðurmálskennslu. Góð undirstaða í móðurmáli og þekking á eigin arfleið er öllum mikilvæg.

Lok útirvistarviku

Rætt um spurningarnar
Rætt um spurningarnar
1 af 8

Síðasti dagur útivistarviku endaði með ratleik, sundi og grilli. Allir tóku þátt og það var ekki annað að sjá en að allir höfðu gaman af bæði nemendur sem og kennarar. Í næstu viku hefst svo hefðbundið skólastarf.

Hér má sjá fleiri myndir frá útivistavikunni.

Viðtöl og vikan

Nemendur hafa í liðinni viku og í dag mætt til umsjónarkennara í markmiðsviðtöl. Þar ræða foreldrar, nemendur og kennari komandi vetur og áherslur sem þau vilja í sameiningu leggja áherslu á.
Við ætlum að nýta okkur góða veðurspá og vera mikið úti í vikunni. Skólinn byrjar 08:00 og eru allir nemendur búnir 12:30. Mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri, vel nestaðir og tilbúnir í útiveru. Við förum í gönguferðir, leiki og berjamó svo eitthvað sé nefnt. Á föstudag verður svo ratleikur, sund og grill.
Við hlökkum til að hitta ykkur aftur og njóta góða veðursins með ykkur.

Skólasetning

Skólasetning verður 22. ágúst og hefst með viðtölum. Kennarar munu í næstu viku deila út tímasetningum á viðtölum. Einhverjir koma í viðtöl strax í næstu viku. Við hlökkum til að fá nemendur í skólann og hafa með þeim og foreldrum gott samstarf á skólaárinu.

Nemendur skráðir

Í dag komu tilvonandi nemendur í 1. bekk í heimsókn ásamt foreldrum. Skólastjóri og umsjónarkennari buðu þá velkomna og foreldrar skráðu þau í skólann. Nemendur fengu svo afhentan innkaupalista og skóladagatal. Við hlökkum til að taka við þessum hressu krökkum í haust.

Skólaslit

Skólaslit fóru fram í dag í Grunnskólanum á Suðureyri. Yngri nemendur komu kl 11 og þeir eldri kl 17:30. Það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært um að koma.

Við þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir árið og sjáumst öll hress 22. ágúst.

Myndir frá deginum má skoða hér.