VALMYND ×

Fréttir

Gleðileg jól

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg. Nemendur skiptust á jólakortum og pökkum. Jólasveinar komu í heimsókn og við sungum og dönsuðum í kring um jólatré. Myndir frá litlu jólunum má skoða hér og myndband hér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að vinna með ykkur á því næsta.

Við sjáumst öll hress og endurnærð 4. janúar kl 08:00.

Litlu jólin

Nú fer að líða að lokum hjá okkur fyrir jólafrí. Á föstudaginn er síðasti dagur fyrir jólafrí og þá verða litlu jólin hérna hjá okkur. Nemendur mæta klukkan 9:00 með lítinn jólapakka með sér til skiptanna en miðað er við að hann kostin ekki meir en 500 kr. Reiknað er með því að þessu ljúki hjá okkur um 11:30.

Á morgun fimmtudag ætlar skólinn að bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur í seinni frímínútum og mega nemendur mæta með smákökur með sér ef þau vilja.

 

 Jólaþema

Í dag og í gær hefur verið jólaþema í skólanum. Nemendur búa til jólasveina og jólatré úr viði og pappír, mála kerti og búa til jólakúlur úr garni. Á morgun verður gæðastund með umsjónarkennurum. Skólinn býður upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir seinni frímínútur, svo mega nemendur að sjálfsögðu taka með smákökur eða drykki að heiman. Fleiri myndir má sjá hér.

Hvað er list

Í tilefni Dags myndlistar sem var fyrir stuttu, kom Gunnar Jónsson í heimsókn til okkar og ræddi við nemendur á miðstigi um list. Þau fengu að spyrja hvort þetta og hitt sé list. Er banani t.d. list? Gunnar sýndi þeim t.d. bananalistaverk og Campbell súpu Andy Warhols. Þau ræddu um Almar Atla "nakin í kassa", auk þess sem hann sýndi þeim nokkur verk eftir sig. Nemendur voru áhugasamir og ánægðir með kynninguna. Við þökkum Gunnari og Degi myndlistar kærlega fyrir okkur. 

Gaman saman

1 af 2

Í gær var hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins og var þátttaka mjög góð. Ungir sem aldnir áttu notarlega stund saman við ólíka yðju sem tengist jólum, föndur, málun og laufabrauðsgerð. Við þökkum kærlega fyrir okkur. 

            stjórn foreldrafélagsins

Jólaföndur

Á morgun miðvikudaginn 9. desember mun foreldrafélagið halda sitt árlega jólaföndur. Við ætlum að hittast í skólanum klukkan 16:30. Í boði verður ýmislegt sem hæfir öllum aldurshópum. Við viljum vekja athygli á að börn eru á ábyrgð foreldra. Það er von okkar að foreldrar og börn geti átt notarlega stund saman.

                   Með von um að sjá sem flesta stjórn foreldrafélagsins.

Skólinn er opinn

Skólinn er opinn og er allt á sínum stað nema nettengingin. Meðan netið er niðri þá er síminn niðri. Hægt er að hringja í 864-1390 sem er gsm sími skólans.

Foreldrar eru hvattir til að láta vita sem fyrst af forföllum. Mikilvægt er að þeir nemendur sem koma, fái fylgd alveg upp að dyrum. Sér í lagi yngri nemendur! Mjög hvasst er við Norður hlið skólans.

Skólinn er opin og við munum taka vel á móti öllum sem komast.

Vegna veðurs

Við viljum benda foreldrum á að skólinn verður opinn og það verður kennsla í fyrramálið. Sjáið hér.

Á sama tíma hvetjum við alla til að meta stöðuna og taka ákvörðun út frá eigin skynsemi og fyrirmælum frá almannavörnum og veðurstofu. Hafið það sem allra best í rafmagnsleysinu.

Matseðill 7-11 desember

Mánudagur 7.des

Grænmetisbuff, kuskus, salat, sinepsósa

Þriðjudagur 8.des

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og gænmeti, rugbrauð

Miðvikudagur 9.des

Lambakjöt í karrí, hrisgrjón, salat

Fimmtudagur 10.des

Súpa, heimabakað brauð, grænmeti- og ávaxtabitar

Föstudagur 11.des

Fiskur í kornflakes, kartöflur, grænmeti og sósa

 

Verði ykkur að góðu

Skólasund á morgun þann 8 desember.

Vegna vægast sagt slæmrar veðurspá á morgun 8 desember ætlum við að sleppa sundi þann daginn. Þess í stað ætlum við að hafa auka íþróttatíma eða fara út að leika, fer allt eftir veðri og vindum á morgun. Vill ég því byðja foreldra um að senda íþróttaföt og handklæði á morgun. Svo verður tekin staða á morgun hvort við verðum inni eða úti.

Með viðringu og vinsemd.