Lausar eru til umsóknar ein og hálf staða grunnskólakennara við Grunnskólann á Suðureyri (100% starfshlutfall og 50% starfshlutfall). Aðallega er um að ræða kennslu á mið og unglingastigi í t.d. íslensku, dönsku og upplýsingartækni.
Auk þess er laus staða Íþróttakennara (50% starfshlutfall) við afleysingar vegna fæðingarorlofs Íþróttakennari til 10. febrúar 2017.
Menntunar og hæfniskröfur:
· Kennsluréttindi í grunnskóla
· Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
· Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi
Í dag eru nemendur í Grunnskólanum á Suðureyri um 50. Einkunnarorð skólans eru ástundun, árangur og ánægja.
Umsóknum skal skilað til Þormóðs Loga Björnssonar skólastjóra á netfangið thormodurbj@isafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2016. Allar nánari upplýsingar veitir Þormóður Logi í síma 450-8395 eða í gegnum tölvupóst.