VALMYND ×

Fréttir

Matseðill 11-15.apríl

Mánudagur 11. apríl

Fiskisúpa

Þriðjudagur 12. apríl

Hamborgarar, franskar

Miðvikudagur 13. apríl

Plokkfiskur, rugbrauð

Fimmtudagur 14. apríl

Kjöt í karrí, hrisgrjón, salat

Föstudagur 15. apríl

Fiskur i osti, kartöflur, grænmetisalat

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Er að vora?

Í gær fóru nemendur í yngri hóp út í könnunarleiðangur um nágrenni skólans til að athuga hvort vorið væri komið á Suðureyri. Við skoðuðum hvort plöntur og tré væru farin að taka við sér og fundum ummerki um að sumarið er á næsta leiti. Myndir frá leiðangrinum má sjá hér.

Skíðaferð

Mynd: Valdimar Hreiðarsson
Mynd: Valdimar Hreiðarsson

Mánudaginn 11. apríl skellum við okkur á skíði, sleða og þotur á skíðasvæði bæjarins. Nemendur mæta í skólann kl 08:00. Brottför er kl 08:30 og áætluð heimkoma 12:25. Mikilvægt er að allir séu klæddir eftir veðri, tilbúnir í útiveru,  með gott nesti og eitthvað að drekka. Það verður heit kakó og mjólk í boði skólans. Þeir sem kunna á skíði og vilja leigja sér búnað þurfa að hafa með sér pening (1.500 kr.)  til þess.

Reiðhjól og umferðaröryggi

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Við hvetjum foreldra til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.


Meira

Það er leikur að forrita

1 af 3

Í dag kom Rakel Sölvadóttir frá Skema til okkar og hélt námskeið í ipad forritun fyrir 5. - 10. bekk. Rakel hrósaði nemendum mikið fyrir hegðun og áhuga. Við vitum auðvitað að við erum frábær en það er alltaf gaman að fá hrós.

Farið var í tvö öpp og flestir kláruðu allar þrautir í fyrra appinu og margir komust langt í því seinna. Stefnan er að nemendur í 4. - 10. bekk prufi aðeins að forrita í upplýsingartækni tímum fram að vori, en markmið skólans og Ísafjarðarbæjar er að forritunarkennsla verði á næstu árum markviss frá 4. - 10. bekkjar. Áhugasamir geta sótt appið, sem er forritunarleikur og nemendur fóru létt með hér -> Box Island (til bæði fyrir apple og android).

Blár dagur, aukafréttatími og heimsókn

Það ver búið að vera nóg að gera fyrir og eftir helgi. Á föstudag mættu nemendur í bláu í tilefni alþjóðlegs dags einhverfunnar. Á mánudag horfði unglingastigið á aukafréttatíma rúv og í lok dags fengum við svo góða heimsókn frá Guggu Ragg, varaformanns FG.

Matseðill 4-8. apríl

Mánudagur 4. apríl

Skyr og pizzusnuðar

Þriðjudagur 5. apríl

Soðinn fiskur, soðnar grænmeti og kartöflur, rugbrauð, smjörvi

Miðvikudagur 6. apríl

Svinakjöt i súrsæt sós, hrisgrjón, salat

Fimmtudagur 7. apríl

Pasta og skinku réttur, heimabakað brauð, salat

Föstudagur 8. apríl

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa, grænmeti

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Leikfimi þessa vikuna

Sund fellur niður þessa vikuna, endilega sendið börnin með leikfimisföt ÞESSA vikuna.

En sundið verður einsog áður sagði á þriðjudögum og miðvikudögum frá og með næstu viku.

 

Bíókvöld

Þriðjudaginn (á morgun) 5.apríl verður bíókvöld í skólanum.

1-7.bekkur skulu mæta klukkan: 17:30 – 19:30.

Verð 300-kr.

Ekki er leyfilegt að mæta með gos eða nammi, einungis GÓÐA SKAPIÐ! :)

-Nemendaráðið

Blár dagur föstudaginn 1. apríl

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 

 


Meira