VALMYND ×

Fréttir

Blár dagur föstudaginn 1. apríl

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 

 


Meira

Matseðill 29.mars - 1.apríl

Þriðjudagur 29.mars

Ofnsteiktur þorskur, hafragrjón, bankabygg, salat, brætt smjör

Miðvikudagur 30.mars

Kjuklingaleggir og lærir, ofnbakaðar kartöflur, salat, remouladisósa

Fimmtudagur 31.mars

Grjónagrautur, slátur, brauð með osti og eggi, grænmetibitar

Föstudagur 1.apríl

Steinbitur með osti, kartöflur, sósa, grænmeti

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Gleðilega páska

Gleðilega páska öll sömul.

Ég vona að hátíðin sé að fara vel með alla. Við sjáumst hress á þriðjudaginn kl 08:00 í skólanum.

Vel heppnuð árshátíð

Á annað hundrað manns komu á tvær sýningar nemenda á Emil í Kattholti í gær og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna. Nemendur stóðu sig allir með prýði og voru skóla, foreldrum og samfélagi til mikils sóma. Að sýningu lokinni var diskó fram eftir nóttu og það voru sælir, sveittir og þreyttir nemendur sem héldu heim á leið eftir frábæran dag.

 

Myndir frá deginum má skoða hér og leikskrá aðgengileg hér.

 

Skólinn þakkar Víkingi Kristjánssyni kærlega fyrir frábæra leikstjórn og Klofningi fyrir að styrkja sýninguna okkar rausnarlega.  

               

 

Árshátíð Grunnskólans á Suðureyri

Árshátíð  Grunnskólans á Suðureyri verður haldin á morgun 17. mars. Það verða tvær sýningar, kl. 17:30 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri.

Nemendur mæta kl. 09:30 fimmtudag á æfingar. 17:00 á fyrri sýningu og 19:30 á þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 22:00 hjá yngri (1. - 4.) og 23:00 hjá eldri (5. - 10.). Á föstudag byrjar skólinn kl 09:40.

Við bættum við nokkrum myndum hér.

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Matseðill 14-18 mars

Mánudagur 14.mars

Skyr, mango sosa, brauð með osti, paprika og epli

Þriðjudagur 15.mars

Kjöt i tacosósu, hafragrjón, salat

Miðvikudagur 16.mars

Spinatfiskur, kartöflur, tómatsósa, grænmeti

Fimmtudagur17.mars

Makkaronugrautur, kanillsykur, rusinur, ávextir, PIZZUSNUÐAR

Föstudagur 18.mars

Fiskur í raspi, kartöflur, salat, sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

 

Undirbúningur árshátíðar

Nú styttist óðum í árshátíð Grunnskólans á Suðureyri 17. mars. Nemendur eru á fullu að undirbúa sig. Leik lesa, spá í búningum, græja sviðsmynd, redda leikmunum og syngja. Víkingur Kristjánsson er á fullu að vinna með leikurum og kennarar og starfsmenn hlaupa á milli og aðstoða eftir bestu getu. Dagarnir fram að árshátíðinni verða meira og minna tileinkaðir henni. Hægt er að skoða fleiri myndir frá undirbúningnum hér.

Skòlaheimsòkn

1 af 3

Ì dag komu elstu krakkarnir ùr leikskólanum í heimsôkn til okkar. Þetta er líður í því að undirbúa nemendur fyrir væntanlegri skólagöngu en þau mun heimsækja okkur 1x í viku fram á vor. Markmiðið er að þau kynnist skólastarfinu með því að taka þátt í sem flestum nàmsgreinum. Það var ekki annað að sjá en að þau væru öll mjög spennt og full tilhlökkunar. 

Matseðill 7-11.mars

Mánudagur 7.mars

Grjónagrautur, brauð með áleggi, soðnar egg

Þriðjudagur 8.mars

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð

Miðvikudagur 9.mars

Islenskt kjötsúpa, brauð

Fimmtudagur 10.mars

Kjötbollur úr grisahakki, kartöflur, sósa og salat

Föstudagur 11.mars

Ofnsteiktur fiskur og meðlæti

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Vel heppnuð þemavika!

Í vikunni (29. febrúar - 4. mars) var þemavika í skólanum. Gaman var að sjá hversu margir tóku þátt. Við tókum nokkrar myndir af samnemendunum okkar og þökkum öllum fyrir þátttökuna og góða og skemmtilega viku! :)  Hér er hægt að skoða myndir frá þemavikunni.

-Nemendaráðið