Djákninn á Myrká
Nemendur 3.-6.bekkjar fóru á sýninguna Djákninn á Myrká, eftir Helga Guðmundsson, á fimmtudaginn. Tónlistarhópurinn Djákninn flutti verkið, sýningin var á vegum verkefnisins ,,List fyrir alla“ sem er ætlað til að miðla listviðburðum um allt land. Þetta verk fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um barnaverk á Norrænum músíkdögum í Finnlandi árið 2013.
Opinn dagur
Á mánudaginn verður með við svokallaðan opinn dag í skólanum. Þá bjóðum við gesti og gangandi sérstaklega velkomna til að kíkja á hvað við erum að vinna. Allt verður bara með venjulegum hætti í skólanum en það er líka áhugavert að sjá það. Vonandi sjá einhverjir sér fært að koma og líta við spjalla.
Foreldrafundurinn og viðtölin
Glærurnar um nestið og fleira frá Salóme, næringarfræðingi eru komnar á heimasíðuna undir http://grsud.isafjordur.is/skrar/skra/33/ þá eru starfsáætlun og skólanámskrá ársins einnig komnar inn á síðuna og viðburðadagatal síðunnar hefur verið virkjað að nýju.
Ég vil minna þá sem eiga eftir að svara könnuninni um foreldraviðtölin á að gera það, hlekkur var sendur í mentorpósti á miðvikudaginn. Það tekur aðeins eina til tvær mínútur að svara og niðurstöðurnar yrðu marktækari ef við fengjum fleiri svör.
Starfsfólk skólans lagðist yfir tillögur foreldrafundarins 13.nóv og gerði samantekt á því sem þar kom fram um skilgreiningar og sýnist okkur hægt að ná þessu saman í textann sem fylgir sem myndir með þessari frétt.