Vegna óveðurs og ófærðar
Er skólahaldi aflýst í dag.
Schooling is canceled today
Edukacja jest dziś anulowana
Er skólahaldi aflýst í dag.
Schooling is canceled today
Edukacja jest dziś anulowana
Jæja gott fólk, nú er enn og aftur komin appelsínugul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir okkar svæði fyrir morgundaginn. Ég minni á að samkvæmt reglum frá Ísafjarðarbæ verður skólanum ekki lokað nema um það komi tilmæli frá almannavörnum. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og gæta þess að senda börnin ekki út í neina óvissu. Þeir sem kjósa að hafa börn sín heima þegar svona stendur á eru beðnir um að tilkynna skólanum það. Nemendur fá ekki fjarvist þegar svona er. Það má tilkynna með því að senda póst á jonab@isafjordur.is, senda okkur skilaboð hér á facebook eða hringja í skólann í síma 450 8390.
Í skólanum er allt komið í fullan gang að nýju. Óveður hefur sett nokkuð strik í reikninginn hjá okkur eins og öðrum þessa vikuna og við getum búist við að svo verði áfram í þeirri næstu. Ísafjarðarbær hefur sett samræmdar reglur um að skólum skuli ekki lokað nema um það komi tilmæli frá almannavörnum. Þegar veður er mjög slæmt er foreldrum í sjálfsvald sett hvort þeir senda börnin í skólann eða ekki, aðeins þarf að láta okkur vita. Nemendur fá ekki fjarvistir eða leyfi skráð ef appelsínugul viðvörun er í gangi af hálfu Veðurstofu Íslands.
Nemendur á unglingastigi ákváðu að endurskoða bekkjarsáttmálann sinn til að bæta þar inn greinum um skoðanafrelsi og málfrelsi sem þó var skilyrt við að ekki mætti særa aðra. Þessi viðbót sýnir vel hversu vel Uppbygging sjálfsaga, sem við notum hér í skólanum, styður við lýðræðislega vinnu og ég tel þetta mjög þroskað af ekki eldra fólki og alveg greinilegt að hér eru framtíðar leiðtogar á ferð.
Nemendur fást við fjölbreytt verkefni að eigin vali á föstudögum, nú er þemað persónur úr kvikmyndum. Nemendur hafa frjálsar hendur um hvað þeir gera og hvernig þeir vinna að þessu í 14 kennslustundir og svo eru skil þar sem þeir kynna hver fyrir öðrum sín viðfangsefni. Til að skerpa aðeins á námsþáttum ákváðum við að setja sem skilyrði að allir þyrftu að skila einu verkefni á erlendu máli, einu sem tengdist íslensku og einu sem tengdist stærðfræði. það væri gaman og gagnlegt ef foreldrar vildu ræða þessi verkefni aðeins við nemendur heima til að heyra um hvað þeir hafa kosið að gera og hvernig þeir hyggjast skila afrakstrinum. Eins eru foreldrar alltaf velkomnir á kynningar og næsta kynning verður föstudaginn 17.janúar kl.11:00.
Jæja gott fólk, nú er aftur komin appelsínugul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir okkar svæði fyrir morgundaginn. Ég minni á að samkvæmt reglum frá Ísafjarðarbæ verður skólanum ekki lokað nema um það komi tilmæli frá almannavörnum. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og gæta þess að senda börnin ekki út í neina óvissu. Þeir sem kjósa að hafa börn sín heima þegar svona stendur á eru beðnir um að tilkynna skólanum það. Nemendur fá ekki fjarvist þegar svona er. Það má tilkynna með því að senda póst á jonab@isafjordur.is, senda okkur skilaboð á facebook eða hringja í skólann í síma 450 8390.
Mánudagur
Tikka Masala kjuklingur, hýðishrísgrjón, grænmeti og ávextir
Þriðjudagur
Fiskur í raspi, kartöflur, grænmeti og ávextir
Miðvikudagur
Hakk og spagettí, grænmeti og ávextir
Fimmtudagur
Fiskibollur, kartöflur, sósa, grænmeti og ávextir
Föstudagur
Grænmeti og baunaréttur, grjón, grænmeti og ávextir
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það sem liðið er minnum við á að skóli hefst samkvæmt venjulegri stundaskrá á mánudaginn. Við hlökkum til að hitta alla hressa, káta og vel úthvílda eftir fríið.
Við héldum litlu jólin hátíðleg í dag og allir stóðu sig vel í þeim verkefnum sem þau tóku sér fyrir hendur.
Nú er um að gera að njóta daganna um hátíðirnar með vinum og ættingjum því samvera er eitt af því mikilvægasta sem við getum gefið börnunum okkar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að hitta nemendur hressa og káta mánudaginn 6. janúar.
Þar sem ekki er búið að moka til Ísafjarðar verðum við að senda miðstigið heim núna á hádegi. Kennarinn þeirra kemst ekki til starfa.
Almannavarnir mælast til þess að börnum sé haldið heima í dag, ef hægt er. Gert er ráð fyrir að veður versni til muna þegar líða fer á morguninn og þá gæti orðið erfitt að koma börnum heim. Við biðjum ykkur að tilkynna annað hvort á netfangið jonab@isafjordur.is eða facebooksíðu skólans ef þið getið haft börnin heima.
Skólinn verður opinn en það verður ekki hefðbundin kennsla þar sem við vitum nú þegar af mörgum sem verða heima.
Kveðja
Jóna