Fréttir
Fréttir vikunnar 2.-6. mars
Það er kominn mars og farið að birta þegar við komum í skólann á morgnanna, vorið verður komið áður en við vitum af.
Helsta verkefni þessrar viku var að koma árshátíðarleikritinu okkar í vinnslu. Að þessu sinni varð fyrir valinu að taka þætti úr Dýrunum í Hálsaskógi. Nemendur hafa fengið hlutverk og í sumum tilvikum deila tveir eða fleiri sama hlutverki, við eruma ð byrja að skoða leikmynd og búninga og munum eflaust leita til ykkar með aðstoð við það. Samlestur er hafinn og í næstu viku byrja æfingar.
Það voru skil á föstudagsverkefni í dag, að þessu sinni hafði aðeins miðstigið tekið þátt þar sem eldri hópurinn var í umferðarfræðslu á föstudögum. Skilin voru stórskemmtileg og verkefni nemenda eru alltaf að batna. Næstu þrjá föstudaga munum við nota til að vinna við árshátíðarleikritið. Nemendur munu vinna með sínar persónur.
Í skólanum, eins og annars staðar er mikið rætt um covid 19 veiruna. Við leggjum áherslu á að veita nemendum fræðslu um leiðir sem draga úr hættu á smiti án þess að valda þeim hræðslu. Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar sem þið fenguð sendar í tölvupósti.
Verkfall Fos-vest
Ef ekki verður búið að semja á mánudag mun verkfallið hafa þau áhrif hjá okkur að það verður ekki matur í skólanum. Við vonum auðvitað að til þess þurfi ekki að koma en biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum af þessu.
Matseðill 2.-6.mars
Næstu dagar
Á morgun er starfsdagur hjá okkur og ekki skóli hjá nemendum. Á fimmtudag og föstudag eru svo vetrarfrí. Við sjáumst því næst hress og kát mánudaginn 2.mars
fréttir vikunnar 17.-21.febrúar
Fréttir vikunnar 17. - 21.febrúar 2020
Þessa vikuna er það helst að frétta af starfi skólans að miðstigið heldur áfram að vigta ruslið sitt og vinna með umhverfisvernd. Niðurstöður þeirra fyrir tvær síðustu vikur eru að almennt rusl var 147 gr., pappír 5982 gr., plast 1024 gr. og matarafgangar 4819 gr., alls tæplega 12 kíló. Krakkarnir eru meðvitaðir um að þetta er mikið af efni sem fer forgörðum en það góða í þessu er að almenna ruslið er mjög lítið svo það má sjá að nemendur eru duglegir að flokka í skólanum og við vonum að þeir séu líka duglegir að flokka heima og minna ykkur á ef þið gleymið ykkur. Þannig tökum við öll saman ábyrgð á umhverfinu.
Í dag héldum við þriðja nemendaþing vetrarins. Að þessu sinni unnu nemendur með einkunnarorð skólans líkt og foreldrar og starfsmenn gerðu fyrr í vetur. Niðurstöður eru ekki tilbúnar en við sjáum að krakkarnir eru orðnir vel þjálfaðir í þessum vinnubrögðum. Það finnst okkur ánægjulegt þar sem þetta er sú vinna sem styður einna best við lýðræði í skólastarfi og kennir nemendum að það er hægt að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt með málefnalegri umræðu.
Unglingastigið vann svipaða vinnu fyrr í vikunni þegar við fengum nemendur þar til að hjálpa okkur við innra mat á skólastarfinu. Nú í vetur eigum við að meta hvernig gengur að vinna með grunnþætti menntunar í skólastarfinu og það er okkur afar dýrmætt að fá fram hvernig nemendur sjá þá vinnu og hvað þeir telja líklegt að gæti orðið til úrbóta.
Skólavikunni lauk svo með Tarsanleik í íþróttahúsinu.
Við minnum á að á öskudag 26.feb. er starfsdagur og svo vetrarfrí 27. og 28. febrúar
Í kvöld er þorrablót foreldrafélagsins og vonumst við til að hitta sem flesta þar.
Foreldraviðtöl á morgun
Óveður í aðsigi
Veðurspá fyrir morgundaginn er afar slæm. Við biðjum ykkur því enn og aftur að vera á varðbergi og gæta fyllsta öryggis áður en börn eru send í skólann. Við aðstæður eins og þessar má gera ráð fyrir að lágmarks starfsemi verði í skólanum. Við biðjum ykkur um að láta okkur vita með tölvupósti á jonab@isafjordur.is eða á facbooksíðu skólans ef þið ákveðið að hafa börnin heima. Nemendur fá ekki fjarvistarskráningar þegar svona er.
Kveðja
Jóna
Fréttir vikunnar 3.-7. febrúar 2020
Miðstigið er nú að vinna umhverfisverkefni sem meðal annars felur í sér mikla umfjöllun um sorp og annan úrgang. Þau hafa bæði vigtað umbúðir af ýmsu tilfallandi dóti sem berst í skólann og sitt eigið nesti. Þetta er fjölþætt verkefni sem tengir vel saman stærðfræði og umhverfisvernd. Einn daginn vó samanlagt nestið þeirra alls 2702 grömm og afgangarnir þegar þau voru búin að borða 527 grömm, þannig að þau höfðu aðeins borðað 80% af því sem þau voru send með. Þetta kallaði á margskonar hugleiðingar um hvað hægt væri að gera til að sporna við matarsóun og hversu mikið afgangar af nesti allra skólabarna á Íslandi myndu vega á einum vetri.
Á þriðjudaginn var Ingvar Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands hjá okkur, hann er að aðstoða okkur við skipulag og mat á föstudagsverkefninu. Hann hélt einnig matsfund með nemendum og höfum við nú fengið niðurstöður úr þeim fundi til úrvinnslu. Nemendur eru ánægðir með flest í skólanum en þó er alltaf eitthvað sem má bæta og ég tel mjög gott fyrir okkur að fá utan að komandi aðila til að ræða við krakkana um hvernig þeim líka kennsluhættir og viðmót kennara því öll viljum gera okkar besta til að bjóða nemendum gæðakennslu.
Á miðvikudaginn byrjuðum við svo í Lífshlaupinu og hvetjum nú nemendur – og okkur sjálf- til hreyfingar í að minnsta kosti 30 mínútur daglega. Hreyfingin er svo skráð þegar nemendur koma í skólann.
Við vorum að taka í notkun nýjar flokkunartunnur til að vera með innanhúss og á föstudaginn fengum við svo kynningu frá Terra um sorpflokkun. Kynningin fór fram í gegnum netið og var frumraun bæði okkar og þeirra á að vera með þannig kynningu fyrir grunnskóla. Þetta tókst mjög vel og nú ættu nemendur að geta leiðbeint foreldrum sínum um flokkun ef einhver vafaatriði koma upp.
Í gær var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur um allt land og unglingarnir okkar fóru í heimsókn á leikskólann, þáðu veitingar og sungu með nemendum þar.
Að lokum geri ég hér tilraun til að sýna ykkur brot af gleðinni og sköpunarkraftinum sem fyllir húsið hjá okkur á föstudögum. Þetta er örstutt myndband af vélmenni sem tveir nemendur lögðu mikið á sig við að hanna og búa til.
https://drive.google.com/file/d/1y66FCXdOZ8DfTY96LxvuOhbBcMexIkFU/view?usp=sharing
Matseðill 3-7. febrúar
Mánudagur
Pastaréttur (pasta, spinat, tómatar, kjukling), grænmeti og ávextir
Þriðjudagur
Plokkfiskur, kartöflur, rugbrauð, gulrætur, ávextir
Miðvikudagur
Hakk og spagettí, salat, ávextir
Fimmtudagur
Kjöt í karrísósu, hrísgrjón, grænmeti og ávextir
Föstudagur
Fiskur í raspi, kartöflur, grænmeti, ávextir
Matseðill 3-7. febrúar
Mánudagur
Pastaréttur (pasta, spinat, tómatar, kjukling), grænmeti og ávextir
Þriðjudagur
Plokkfiskur, kartöflur, rugbrauð, gulrætur, ávextir
Miðvikudagur
Hakk og spagettí, salat, ávextir
Fimmtudagur
Kjöt í karrísósu, hrísgrjón, grænmeti og ávextir
Föstudagur
Fiskur í raspi, kartöflur, grænmeti, ávextir