Fréttir
Skólaslit
Skólaslit fóru fram í dag í Grunnskólanum á Suðureyri. Yngri nemendur komu kl 11 og þeir eldri kl 17:30. Það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært um að koma.
Við þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir árið og sjáumst öll hress 22. ágúst.
Myndir frá deginum má skoða hér.
Vorhátíð
Í dag var vorhátíð Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur byrjuðu daginn á því að fara í ratleik. Því næst skelltu nemendur sér í sundlaugina þar sem var mikið fjör. Eftir sundið var boðið upp á hamborgara og pulsur í blíðunni.
Við þökkum fyrir góðan dag og vonumst til þess að sjá sem flesta á skólaslitum á morgun, kl 11:00 hjá 1. - 6. bekk og kl 17:30 hjá 7. - 10. bekk.
Hægt er að skoða myndir frá deginum hér.
Vorhreinsun og gróðursetning
Í dag gróðursettu nemendur birkiplöntur í hlíðinni fyrir ofan lónið og hreinsuðu til í kring um skólann. Það dugði ekkert minna en vöðlur og stígvél til að ná í rusl út í tjörnina. Nemendur fundu kaðal sem hlýtur að vera tengdur tappanum í tjörninni, því sama hvað þau reyndu þá náðu þau kaðlinum ekki upp. Á næsta skólaári ætlum við að gera enn betur og fá lánuð hærri stígvél og redda okkur fleiri vöðlum, því við komumst ekki að öllu ruslinu í tjörninni.
Bláfáninn afhentur höfninni
Við fórum í dag ásamt leikskólanum til að vera viðstödd þegar höfnin tók við bláfánanum í 3 sinn. Við vildum tengja þetta við grænfánann sem við ætlum að sækja um í haust. Báðir fánar eru vottun um það að stofnun hafi náð ákveðnum árangri í umhverfisábyrgð. Leikskólinn er nú þegar á grænni grein, sem er innleiðingarfelli grænfánans og stefnum við að því að komast á græna grein í haust. Nemendum þótti síðan alls ekki leiðinlegt þegar höfnin bauð þeim svo upp á svala og prins póló.
Stutt eftir
Vorferðir
Í dag fóru allir nemendur í vorferðir.
1. - 3. bekkur fór á Náttúrugripasafnið í Bolungarvík. Nemendur leystu þar verkefni af miklum áhuga. Síðan var farið á bókasafnið á Ísafirði þar sem þau fengu kynningu á sumarlestir. Að lokum var þeim boðið upp á ís sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku.
4. - 6. bekkur fór til Ísafjarðar þar sem nemendur léku sér á skólalóð Grunnskólans á Ísafirði. Nesti var borðað á silfurtorgi og svo fengu þau sér ís í eftirrétt á Hamraborg. Ferðinni var svo heitið á bókasafnið það sem nemendur fengu kynningu á sumarlestri. Áður en heim var farið var stoppað í fjárhúsinu og fjósinu í Botni og Birkihlíð. Nemendur fengu að fylgjast með nokkrum lömbum koma í heiminn áður en farið var heim.
7. og 8. bekkur fór ekki langt. Þau urðu eftir á Suðureyri. Spiluðu borðspil og borðuðu snakk. Fóru því næst í sjoppuna og fengu ís. Að lokum var farið í vatnsstríð með vatnsbyssum, vatnsblöðrum og öðrum tiltækum leiðum með það fyrir markmið að bleyta hvort annað eins og hægt er.
9. og 10. bekkur fór í heimsókn á slökkvistöðina á Ísafirði og í Fánasmiðjuna. Þar var tekið vel á móti þeim og þau settust svo á kaffihúsinu Húsinu og fengu sér eitthvað góðgæti áður en haldið var heim á leið.
Myndir frá ferðinni má skoða hér.
Matseðill 23-27.maí
Mánudagur 23.maí
Grænmetissúpa, ávexti
Þriðjudagur 24.maí
Karrí fiskur, hrisgrjon, salat
Miðvikudagur 25.maí
Svinakjöt og nuddlur, salat
Fimmtudagur 26.maí
Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti
Föstudagur 27.maí
Fiskibuff, kartöflur, grænmeti
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU