VALMYND ×

Fréttir

Vorhátíð

Í dag var vorhátíð Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur byrjuðu daginn á því að fara í ratleik. Því næst skelltu nemendur sér í sundlaugina þar sem var mikið fjör. Eftir sundið var boðið upp á hamborgara og pulsur í blíðunni.

Við þökkum fyrir góðan dag og vonumst til þess að sjá sem flesta á skólaslitum á morgun, kl 11:00 hjá 1. - 6. bekk og kl 17:30 hjá  7. - 10. bekk.

Hægt er að skoða myndir frá deginum hér.

Vorhreinsun og gróðursetning

Í dag gróðursettu nemendur birkiplöntur í hlíðinni fyrir ofan lónið og hreinsuðu til í kring um skólann. Það dugði ekkert minna en vöðlur og stígvél til að ná í rusl út í tjörnina. Nemendur fundu kaðal sem hlýtur að vera tengdur tappanum í tjörninni, því sama hvað þau reyndu þá náðu þau kaðlinum ekki upp. Á næsta skólaári ætlum við að gera enn betur og fá lánuð hærri stígvél og redda okkur fleiri vöðlum, því við komumst ekki að öllu ruslinu í tjörninni.

Bláfáninn afhentur höfninni

Við fórum í dag ásamt leikskólanum til að vera viðstödd þegar höfnin tók við bláfánanum í 3 sinn. Við vildum tengja þetta við grænfánann sem við ætlum að sækja um í haust. Báðir fánar eru vottun um það að stofnun hafi náð ákveðnum árangri í umhverfisábyrgð. Leikskólinn er nú þegar á grænni grein, sem er innleiðingarfelli grænfánans og stefnum við að því að komast á græna grein í haust. Nemendum þótti síðan alls ekki leiðinlegt þegar höfnin bauð þeim svo upp á svala og prins póló.

Stutt eftir

Nú er stutt eftir af kosningu um merki (lógó) skólans.

Kosningunni lýkur á föstudaginn og við hvetjum alla til að taka þátt í valinu. Það má lesa um ferlið og tillögurnar hér.

Einnig er hægt að lesa um tillögurnar  og skoða þær á kosningarsíðunni og fara beint og kjósa hér.

 

 

Vorferðir

 

Í dag fóru allir nemendur í vorferðir.

1. - 3. bekkur fór á Náttúrugripasafnið í Bolungarvík. Nemendur leystu þar verkefni af miklum áhuga. Síðan var farið á bókasafnið á Ísafirði þar sem þau fengu kynningu á sumarlestir. Að lokum var þeim boðið upp á ís sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku.

4. - 6. bekkur fór til Ísafjarðar þar sem nemendur léku sér á skólalóð Grunnskólans á Ísafirði. Nesti var borðað á silfurtorgi og svo fengu þau sér ís í eftirrétt á Hamraborg. Ferðinni var svo heitið á bókasafnið það sem nemendur fengu kynningu á sumarlestri. Áður en heim var farið var stoppað í fjárhúsinu og fjósinu í Botni og Birkihlíð. Nemendur fengu að fylgjast með nokkrum lömbum koma í heiminn áður en farið var heim.

7. og 8. bekkur fór ekki langt. Þau urðu eftir á Suðureyri. Spiluðu borðspil og borðuðu snakk. Fóru því næst í sjoppuna og fengu ís. Að lokum var farið í vatnsstríð með vatnsbyssum, vatnsblöðrum og öðrum tiltækum leiðum með það fyrir markmið að bleyta hvort annað eins og hægt er.

9. og 10. bekkur fór í heimsókn á slökkvistöðina á Ísafirði og í Fánasmiðjuna. Þar var tekið vel á móti þeim og þau settust svo á kaffihúsinu Húsinu og fengu sér eitthvað góðgæti áður en haldið var heim á leið.

 

Myndir frá ferðinni má skoða hér.

Matseðill 23-27.maí

Mánudagur 23.maí

Grænmetissúpa, ávexti

Þriðjudagur 24.maí

Karrí fiskur, hrisgrjon, salat

Miðvikudagur 25.maí

Svinakjöt og nuddlur, salat

Fimmtudagur 26.maí

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti

Föstudagur 27.maí

Fiskibuff, kartöflur, grænmeti

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Skólapúls og næsta ár

Öllum foreldrum er boðið á fund með skólastjóra kl 18:00 á morgun (þriðjudag).

Farið verður yfir niðurstöður úr skólapúlsum og aðeins rætt um næsta skólaár.

 

 

 

Dagskrá:

  1. Niðurstöður úr nemendakönnun (lögð fyrir 6. - 10 bekk) og foreldrakönnun
  2. Næsta skólaár
  3. Önnur mál

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Vorferðir á morgun

1. - 8. bekkur fer í vorferðir til Ísafjarðar og Bolungarvíkur á morgun. Mæting í skólann er kl 08:00, rútan fer kl 08:30 og kemur til baka um kl 12:30. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir eftir veðri og með nesti með sér.

Frábær skólasýning

Eftir mikinn undirbúning þar sem m.a. nemendur í 5. - 10. bekk mættu og bökuðu í gær var skólasýning Grunnskólans á Suðureyri alveg frábær. Við byrjuðum á danssýningu inn í sal áður en við fórum inn í skóla þar sem gestir nærðu sig í kaffisölunni og skoðuðu verk nemenda. Árlegt skákmót skólans var haldið og þeir Stefán og Ágúst unnu. Ég vil þakka þeim Ásu, Öddu, Bryndísi, Ingibjörgu og Lindu kærlega fyrir, en þær sáu um skipulagningu og undirbúning Skólasýningar alveg frá A til Ö.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og látum myndirnar frá sýningunni tala sínu máli, en þær má skoða hér.

Útskriftaferð elstu nemenda

Nú er þetta bráðum fullorðna fólk komið heim. Þau renndu í skólahlaðið þreytt en sæl í gærkvöldi eftir frábæra vorferð.

Fyrst var ferðinni heitið í Skagafjörð, þar sem gist var á Bakkaflöt og farið í flúðasiglingu og litbolta. Eftir litboltann skelltu þau sér í sund og síðan í mat á veitingastofunni Sólvík á Hofsós áður en haldið var til Akureyrar. Þar gistu þau í Stórholti og fóru í bíó og keilu, á siglingarnámskeið hjá siglingarklúbbnum Nökkva og að skjóta hjá skotfélagi Akureyrar. Það var borðað á Bautanum og Greifanum, þau skelltu sér á Brynjuís, á Subway og áður en þau lögðu af stað heim í gær fengu þau sér flatböku á Dominos. Síðasta stoppið var svo á Reykjanesi þar sem þau hristu sig aðeins eftir langa bílferð og fengu sér að borða.

Við erum auðvitað mjög stolt af þessum frábæra hóp og gaman er að segja frá því að skólanum hafa borist nokkrir póstar þar sem hópnum er lofað fyrir að vera prúð og skólanum til mikils sóma. Það koma svo inn nokkrum myndum úr ferðinni í næstu viku.

Myndirnar frá ferðinni má skoða hér.