VALMYND ×

Fréttir

Samkeppni um merki fyrir skólann

Samkeppni um merki Grunnskólans á Suðureyri er nú hafin. Skilafrestur fyrir hugmyndir er til 6. maí á netfang skólans: grsud@isafjordur.is eða til skólastjóra. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt. Nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar grunnskólans eru sérstaklega hvattir til að taka þátt.

 

Dómnefnd mun síðan fara yfir tillögurnar og velja úr 3 bestu sem fá að launum harðfisk. Það fer svo fram kosning á heimasíðu skólans. Við val á tillögum verður stuðst við hversu vel tillagan tekur til eftirfarandi þátta:

 

Einkunnarorð skólans: Ástundun, Árangur, Ánægja

Suðureyri, Súgandafjörður, skólinn og umhverfi hans.

 

Sigurvegarinn hlýtur að launum veglega vinninga: Árskort í sundlaugar Ísafjarðarbæjar, hlaðborðsveislu fyrir tvo á Fisherman, skoðunarferð fyrir tvo í Vigur frá Vesturferðum, harðfisk frá Valla, innkeyrslumokstur á Suðureyri frá Gröfuþjónustu Bjarna og hamborgaratilboð í Verslunin Súgandi.

Skíðaferð í blíðviðri

Það var þreyttur og sæll hópur sem kom heim í gær af skíðasvæðinu í Tungudal. Veðrið var frábært og nemendur skemmtu sér konunglega. Eins og alltaf voru þau sér og okkur öllum til mikils sóma. Færið hefði mátt vera betra, snjórinn blautur og hraðinn eftir því. Þau létu það þó ekki á sig fá og sumir gleymdu jafnvel að fá sér nesti því fjörið var svo mikið. Við tókum að sjálfsögðu fullt af myndum og þær má sjá hér.

Lausar stöður

Lausar eru til umsóknar ein og hálf staða grunnskólakennara við Grunnskólann á Suðureyri (100% starfshlutfall og 50% starfshlutfall). Aðallega er um að ræða kennslu á mið og unglingastigi í t.d. íslensku, dönsku og upplýsingartækni.

Auk þess er laus staða Íþróttakennara (50% starfshlutfall)  við afleysingar vegna fæðingarorlofs Íþróttakennari til 10. febrúar 2017.

Menntunar og hæfniskröfur:

·     Kennsluréttindi í grunnskóla

·     Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni

·     Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum

·     Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi

Í dag eru nemendur í Grunnskólanum á Suðureyri um 50. Einkunnarorð skólans eru ástundun, árangur og ánægja.

Umsóknum skal skilað til Þormóðs Loga Björnssonar skólastjóra á netfangið thormodurbj@isafjordur.is.  Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2016. Allar nánari upplýsingar veitir Þormóður Logi í síma 450-8395 eða í gegnum tölvupóst.

Matseðill 11-15.apríl

Mánudagur 11. apríl

Fiskisúpa

Þriðjudagur 12. apríl

Hamborgarar, franskar

Miðvikudagur 13. apríl

Plokkfiskur, rugbrauð

Fimmtudagur 14. apríl

Kjöt í karrí, hrisgrjón, salat

Föstudagur 15. apríl

Fiskur i osti, kartöflur, grænmetisalat

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Er að vora?

Í gær fóru nemendur í yngri hóp út í könnunarleiðangur um nágrenni skólans til að athuga hvort vorið væri komið á Suðureyri. Við skoðuðum hvort plöntur og tré væru farin að taka við sér og fundum ummerki um að sumarið er á næsta leiti. Myndir frá leiðangrinum má sjá hér.

Skíðaferð

Mynd: Valdimar Hreiðarsson
Mynd: Valdimar Hreiðarsson

Mánudaginn 11. apríl skellum við okkur á skíði, sleða og þotur á skíðasvæði bæjarins. Nemendur mæta í skólann kl 08:00. Brottför er kl 08:30 og áætluð heimkoma 12:25. Mikilvægt er að allir séu klæddir eftir veðri, tilbúnir í útiveru,  með gott nesti og eitthvað að drekka. Það verður heit kakó og mjólk í boði skólans. Þeir sem kunna á skíði og vilja leigja sér búnað þurfa að hafa með sér pening (1.500 kr.)  til þess.

Reiðhjól og umferðaröryggi

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Við hvetjum foreldra til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.


Meira

Það er leikur að forrita

1 af 3

Í dag kom Rakel Sölvadóttir frá Skema til okkar og hélt námskeið í ipad forritun fyrir 5. - 10. bekk. Rakel hrósaði nemendum mikið fyrir hegðun og áhuga. Við vitum auðvitað að við erum frábær en það er alltaf gaman að fá hrós.

Farið var í tvö öpp og flestir kláruðu allar þrautir í fyrra appinu og margir komust langt í því seinna. Stefnan er að nemendur í 4. - 10. bekk prufi aðeins að forrita í upplýsingartækni tímum fram að vori, en markmið skólans og Ísafjarðarbæjar er að forritunarkennsla verði á næstu árum markviss frá 4. - 10. bekkjar. Áhugasamir geta sótt appið, sem er forritunarleikur og nemendur fóru létt með hér -> Box Island (til bæði fyrir apple og android).

Blár dagur, aukafréttatími og heimsókn

Það ver búið að vera nóg að gera fyrir og eftir helgi. Á föstudag mættu nemendur í bláu í tilefni alþjóðlegs dags einhverfunnar. Á mánudag horfði unglingastigið á aukafréttatíma rúv og í lok dags fengum við svo góða heimsókn frá Guggu Ragg, varaformanns FG.

Matseðill 4-8. apríl

Mánudagur 4. apríl

Skyr og pizzusnuðar

Þriðjudagur 5. apríl

Soðinn fiskur, soðnar grænmeti og kartöflur, rugbrauð, smjörvi

Miðvikudagur 6. apríl

Svinakjöt i súrsæt sós, hrisgrjón, salat

Fimmtudagur 7. apríl

Pasta og skinku réttur, heimabakað brauð, salat

Föstudagur 8. apríl

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa, grænmeti

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU