Matseðill 06.02 - 10.02
Mánudagur: Kjúklingabollur, kartöflur, salat
Þriðjudagur: Karrýfiskur, hrísgrjón, salat
Miðvikudagur: Hakk og spaghetti, salat
Fimmtudagur: Mexikósk kjúklingasúpa, brauð
Föstudagur: Fiskibollur, kartöflur, salat
Mánudagur: Kjúklingabollur, kartöflur, salat
Þriðjudagur: Karrýfiskur, hrísgrjón, salat
Miðvikudagur: Hakk og spaghetti, salat
Fimmtudagur: Mexikósk kjúklingasúpa, brauð
Föstudagur: Fiskibollur, kartöflur, salat
Matseðill vikuna 30. janúar til 3. febrúar.
Mánudagur: Skyr og brauð
Þriðjudagur: Soðinn fiskur, kartöflur, salat og rúgbrauð
miðvikudagur: Svikinn héri, kartöflumús og salat
Fimmtudagur: Slátur, kartöflumús og grænmeti.
Föstudagur: Plokkfiskur, grænmeti og salat.
Matseðill næstu viku 23. -27. janúar.
Mánudagur: Soðnar kjötbollur, kartöflur og kál
Þriðjudagur: Ofnbakaður fiskréttur, grjón og salat
Miðvikudagur: Pizza
Fimmtudagur: Grjónagrautur, slátur, grænmeti og brauð
Föstudagur: Fiskur í raspi, kartöflur og salat.
Matseðill fyrir vikuna 16.-20. janúar ´23
Mánudagur: Chili con carne og grjón
Þriðjudagur: Ofnsteiktur fiskur, kartöflur, salat
Miðvikudagur: Súpa og brauð
Fimmtudagur: Grænmetisburff, kartöflur, salat
Föstudagur: Slátur með kartöflumús, jafningur
Við fáum gesti til okkar í dag frá Barnaheill en þeir verða með forvarnarfræðslu sem heitir SKOH! Hvað er ofbeldi?
Þetta er forvarnafræðsla Barnaheilla fyrir börn í 5. – 10. bekk grunnskóla um ofbeldi gegn börnum með áherslu á einelti og kynferðisofbeldi. Rannsóknir sýna að með aukinni fræðslu og sjálfseflingu eru minni líkur á að ofbeldi eigi sér stað og meiri líkur á að börn leiti sér aðstoðar ef þau lenda erfiðum aðstæðum. Fræðsla til barna er því mikilvægur liður í því að uppræta ofbeldi gegn börnum. Markmiðið með fræðslunni er að nemendur þekki til einkenna eineltis og kynferðisofbeldis en einnig er lögð áhersla á samskipti, samþykki og mörk.
SKOH! Hvað er ofbeldi? byggir á þátttöku og tjáningu nemenda í öruggu og þægilegu umhverfi þar sem virðing og samkennd er í fyrirrúmi. Einnig er farið í leiki, sagðar eru sögur og horft á myndbönd sem snúast um ofbeldi, mörk og samskipti.
SKOH! Hvað er ofbeldi? valdeflir nemendur í að bregðast við ef grunur vaknar um eða tilkynna þarf ofbeldi.
Litlu Jólin verða haldin þann 20. desember í grunnskólanum. Við ætlum að halda í hefðina og vera með pakkaleik sem lýsir sér þannig að nemendur komi með pakka með sér á litlu jólin, en miðað er við að pakkinn kosti ekki meira en 1000 kr. Pakkarnir eru númeraðir, síðan dregur hvert barn númer og fær þann pakka sem númerið passar við.
3. bekkur fékk heimsókn og fræðslu frá slökkviliðinu í dag. 4. bekkur naut góðs af og fékk að sitja með. Farið var yfir hvernig slökkvitæki er gott að eiga á heimilinu og að skulum vera meðvituð um flóttaleiðir ef eldur kemur upp. Eins og ávallt skal hringja í 112 ef hættu ber að.
Við fengum gefins 10 nýjar bækur frá samtökunum Stöndum saman Vestfirðir í dag. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur. Alltaf gaman að fá nýjar bækur í safnið okkar.