VALMYND ×

Fréttir

Öskudagsball

Á morgun miðvikudaginn 10. febrúar verður hið árlega öskudagsball foreldrafélags Grunnskólans og íþróttafélagsins Stefnis. Ballið verður haldið í félagsheimilinu og byrjar klukkan 17:00. Aðgangur er 300 krónur.  Nú er bara að skella sér í búning og skemmta sér með börnunum á öskuballi.

                  Hlökkum til að sjá ykkur

                                       Stjórn foreldrafélagsins

Vetrarfrí.

Góðan dag.

Á morgun miðvikudaginn 10. febrúar er starfsdagur. Fimmtudaginn 11. febrúar og föstudaginn 12. febrúar er vetrarfrí. Kennsla hefst afur mánudaginn 15. febrúar klukkan 8:00 samkvæmt stundaskrá.

Hafið það gott.

Skólinn er opinn

Skólinn er opinn og búið er að moka stofnæðar.

Það er nauðsýnlegt að foreldar fylgi öllum börnum sem send eru í skólann og sæki þau eftir skóla. Mikið rok er við skólann.

Veðrið á morgun

Skólinn verður opinn og það verður kennsla í fyrramálið.

Við hvetjum foreldra til að skoða veðurspána og fylgja fyrirmælum frá almannavörnum og veðurstofu. Það má gera ráð fyrir því að það verði mjög vindasamt við skólann í fyrramálið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og eru foreldrar hvattir til að fylgja nemendum upp að dyrum. Sér í lagi yngri nemendum.

Einnig má gera ráð fyrir því að ennþá verði mjög hvasst þegar skóla lýkur og því mikilvægt að foreldrar geri ráð fyrir að sækja yngri nemendur í skólann. Áætlun vegna röskunar á skólastarfi vegna veðurs má finna hér.

Ef truflanir eru á rafmagni og símkerfi skólans fer niður, þá er hægt að hringja í gsm síma skólans 864-1390.

 

Íþróttaskóli HSV á Suðureyri

Íþróttaskóli HSV mun hefjast miðvikudaginn 3.febrúar. Íþróttaskólinn er samvinnuverkefni HSV, aðildafélaga HSV og Ísafjarðarbæjar.  Íþróttaskólinn er ætlaður börnum í 1-4. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og geta öll börn á þessum aldri skráð sig í skólann og tekið þátt.  Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.


Meira

Matseðill 1 - 5 febrúar

Mánudagur 1.feb

Grænmetisbuff, kuskus, hrásalat, remoulaði, tómatsósa

Þriðjudagur 2.feb

Fiskibollur, kartöflur, salat, kokteilsósa

Miðvikudagur 3.feb

Haustsúpa, heimabakað brauð

Fimmtudagur 4.feb

Kjuklingaleggir, hrisgrjón, sósa og salat

Föstudagur 5.feb

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, tómatsósa

 

Verði ykkur að góðu

 

Foreldraviðtöl

Námsmat og viðtalstímar fara heim með nemendum á mánudag, 1. febrúar og foreldraviðtöl verða svo þriðjudag og miðvikudag. Lykilhæfni er metin í fyrsta sinn af starfsfólki skólans og munu umsjónarkennarar fara yfir lykilhæfnina með foreldrum og nemendum í viðtölum. Á næsta skólaári munu foreldrar og nemendur einnig meta lykilhæfni. Að öðru leyti er námsmatið hefðbundið. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Matseðill 25-29.janúar

Mánudagur 25.jan

Skyr, pizzusnúðar, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur 26.jan

Lasagne, hvitlauksbrauð, salat

Miðvikudagur 27.jan

Soðinn fiskur, ofnbakaðar kartöflur, taco sósa, salat

Fimmtudagur 28.jan

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti

Föstudagur 29.jan

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa, salat

 

Verði ykkur að góðu

 

Matseðill 18-22. janúar

Mánudagur 18. ján

Grjónagrautur, brauð með osti og kæfu, slátur

Þriðjudagur 19. jan

Plokkfiskur, rugbrauð, soðnar grænmeti

Miðvikudagur 20. jan

Kjötbollur úr nautahakki, soðnar kartöflur, rauðkál, grænar baunir, brún sósa, rabarbarasulta

Fimmtudagur 21. jan

Grænmeti- og aunaréttur, pasta, salat

Föstudagur 22. jan

Fiskur með osti, kartöflur, salat, sósa

 

Verði ykkur að góðu

Nemendaráðið er mætt á Facebook

Nemendaráð grunnskólans er mætt með like síðu á Facebook. Við hvetjum fólk til að kíkja og fylgjast með þeim þar.

Hlekkur í síðuna er hér.