VALMYND ×

Fréttir

Vetrarfrí

Vetrarfrí skólans verður föstudaginn 18.október og mánudaginn 21.október. Þriðjudaginn 22.október er síðan starfsdagur kennara og því frí hjá nemendum.

Skólahald hefst að nýju ,samkvæmt stundarskrá, miðvikudaginn 23. október en þá er bleiki dagurinn. Við hvetjum alla til að mæta í bleiku þann dag.

Njótið helgarinnar.  

Vikan 7. - 11. október

1 af 3

Það er búið að vera nóg um að vera hjá okkur þessa vikuna. Yngsta stigið fór í heimsókn í Íslandssögu þar sem Oddný fræddi nemendur um ýmislegt tengt fiski. Unglingastigið fór á hina árlegu Íþróttahátíð í Bolungarvík en þar var kepp í hinum ýmsu greinum s.s. körufbolta, Bandý, Dodgeball, reipitogi, skák og spurningarkeppni. 

Þorgrímur Þráinsson kom að heimsækja nemendur á miðstigi. Hann kynnt ýmsar bækur frá sér ásamt því að hvetja krakkana til að lesa fleiri bækur og efla þannig orðaforða sinn. 

Föstudaginn 18. október hefst verarfrí hjá okkur. Skóli hefst aftur miðvikudaginn 23. október. 

Njótið helgarinnar. 

Nemendaþing

Í dag var fyrsta nemendaþing vetrarins hjá okkur. Ræddu nemendur um íslenska tungu. Nokkrar spurningar voru settar fram og nemendur svöruðu þeim sameiginlega í hóp. Margar góðar hugmyndir komu frá þeim um hvernig við getum elft orðaforða og íslensku í skólanum. Einnig komu þau með skýringar á því hvers vegna við tölum íslensku og lærum íslensku. 

Niðurstöður verða kynntar hér á heimasíðunni.  

 

 

Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri verður þriðjudginn 27.ágúst kl: 10:00. Hlökkum til að sjá ykkur

 

Skóladagatal

Skóladagatal skólaársins 2024 - 2025 er komið hér á síðuna. 

Skólasetning verður fimmtudaginn 22.ágúst. 

 

Útskrift

Útskrift nemenda verður föstudaginn 31.maí í Grunnskólanum. Útskrift hjá yngsta og miðstigi mun fara fram klukkan 11:00 en útskrift nemenda á unglingastigi verður klukkan 16:00.  

 

Fréttir vikunnar 13. - 17. maí

Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum þessa viku enda líður að lok skólaársins. Í gær fimmtudag var Litla íþróttahátíðinn haldin á Flateyri. Yngsta- og miðstig fóru þangað og skemmtu sér konunglega. Nemendur í 9. og 10. bekk eru búin að vera í skólaferðalagi þessa vikuna. Þau hafa farið í flúðasiglingar og kíkt til Vestmannaeyja svo eitthvað sé nefnt. Þau eru væntanleg heim seinnipartinn í dag. 

Næsta vika verður nýtt í að klára það námsmat sem er eftir og einhverjir hópar fara í vorferðir. 

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

Á morgun fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli. Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur hjá okkur og því ekki kennsla hjá nemendum. Þvi eru nemendur komnir í langt helgarfrí. 

Óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. 

Fréttir vikunnar 15. - 19.apríl

Undirbúningur fyrir árshátíð er búin að vera í fullu gangi þessa vikuna. Nemendur lögðu sig vel fram í þessum undirbúningi. Það mátti síðan sjá afraksturinn á sýningunni í gær. Allir stóðu sig mjög vel og atriðin hjá öllum hópum mjög skemmtileg. Ballið var ekkert síðra, allir í góðu skapi og þau skemmtu sér vel.

Við erum mjög stollt af hópnum okkar eftir þessar sýningar og alla vinnunna sem þau hafa lagt í þetta. 

Næsta vika verður í styttra lagi þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudeginum. Á föstudegi er starfsdagur þannig að það er enginn skóli hjá nemendum. Því eru bara 3 kennsludagar í næst viku.  

Árshátíð

Fimmtudaginn 18. apríl verður Árshátíð Grunnskólans. Að venju verða 2 sýningar í boði, sú fyrri klukkan 17:30 og sú seinni kl:20:00. Eftir seinni sýningu verður diskótek fyrri nemendur.

Aðgangseyrir er 1500 kr. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Skólahald riðlast að sjálfsögðu af þessum sökum. 

Hér er skipulag fimmtudagsins.

  • kl:10:00 Generalprufa í félagsheimilinu. Nemendur mæta beint í félagsheimilið.
  • 12:20 Matur

Enginn kennsla eftir hádegið.

  • 17:00 Nemendur mæta fyrir fyrri sýningu.
  • 19:30 Nemendur mæta fyrir seinni sýningu. 

Að seinni sýningu lokinni er diskótek til kl:22:00 hjá yngri (1. - 4. bekk) og 22:30 hjá þeim eldri (5. - 10. bekk)  

Á föstudaginn hefst hefst skóli klukkan 10:20.