VALMYND ×

Fréttir

Klæðnaður eftir veðri

Sælir foreldrar.
Nemendur okkar í grunnskólanum er alls ekki klædd eftir veðri í dag. Þau hanga við útidyrahurðina, blaut og köld. Það er mjög mikilvægt að þau séu með viðeigandi fatnað til að geta leikið sér úti sama hvernig veðrið er.
Kveðja, Hrönn

Leiksýning

Þjóðleikhúsið bauð nemendum okkar í 9.-10 bekk á leiksýningun Góðan daginn faggi í Edinborgarhúsinu. Leiksýningin er sjálfsævisögulegur heimildarsöngleikur þar sem farið er yfir fordóma í samfélaginu sem leikarinn, Björn Snæbjörnsson upplifði, skömmina og ástæðu þess að hann fékk taugaáfall 40 ára gamall. 

Orgel smiðja

1 af 4

Á fimmtudaginn s.l fóru nemendur í 3.-7. bekk í heimsókn í Ísafjarðarkirkju og sáu sýningu um orgel. Á föstudaginn kom til okkar kona að nafni Sigrún Magna og var með orgelsmiðju fyrir nemenduna. Þær Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna stóðu að orgel krakkahátíð hér fyrir vestan og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. september n.k kl 17:00 í grunnskólanum.  

Haustferð miðdeildar

1 af 4

Miðdeildin skellti sér í haustferð í dag út að Brimnesi. Þau fóru upp nýja kindahliðið og upp á flugvöllinn. Tóku líka smá kapphlaup í leiðinni

Vegleg gjöf

Fyrirtækin Klofningur, Íslandssaga og Norðureyri færðu skólanum 12 Ipada að gjöf til að nýta við kennslu yngstu barnanna í skólanum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf. Yngstu nemendurnir nýta sér gjarnan tæknina við nám sitt hér í skólanum, með nýjum og öflugum spjaldtölvum verður enn auðveldara að nýta sér tæknina í leik og starfi. 

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst. Nauðsynlegt er að nemendur komi með foreldrum/forráðamönnum

1.-4. bekkur mætir kl 10:00

5.-10. bekkur mætir kl 13:00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst

Útskrift 2022

1 af 2

Í dag var útskrift hjá öllum árgöngum í Grunnskólanum á Suðureyri. Við kvöddum fimm nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk og halda út í komandi ævintýri. 

Steinasafnið

Hún Þóra Þórðardóttir gaf skólanum fjármagn til að kaupa sýningarskápa undir steinasafnið sem skólanum var gefið fyrir margt löngu. Við þökkum Þóru kærlega fyrir þessa veglegu gjöf. Steinasafnið má skoða á gula ganginum í íþróttahúsinu. 

Lokadagurinn

1 af 2

Síðasti skóladagurinn var í dag. Nemendum var skipt upp í hópa og tóku þátt í ratleik en að honum loknum þá skelltu allir sér í sund. Eftir sundið var gætt sér á nýgrilluðum hamborgurum. Takk fyrir skólaárið og hafið það sem allra best í sumarfríinu. 

Útskrift 1. - 7. bekkjar er 1. júní kl 10:00 og útskrift unglingadeildar er sama dag kl 17:00.